Safneign Hafnarborgar má skoða í Sarpi, menningarlegu gagnasafni íslenskra safna. Gögnin eru hýst miðlægt og fyllstu varúðar er gætt við allt utanumhald, þar á meðal uppfærslur og afritun. Hvert og eitt aðildarsafn á gögnin sem það skráir í Sarp.

Árið 2020 gerði Hafnarborg samning við Myndstef sem heimilar stafræna birtingu á verkum safnsins í Sarpi. Í kjölfarið var unnið að því að gera myndir sem áður höfðu ekki fengist samþykktar til birtingar aðgengilegar á ytri vef Sarps. Jafnframt vinnur starfsfólk safnsins markvisst að því að tryggja nákvæmni skráningarinnar.