Útilistaverk
Í Hafnarfirði má finna fjölmörg útilistaverk sem tengjast sögu bæjarins eða sækja innblástur í náttúruna í kring. Verkin telja fjölda brjóstmynda, minnisvarða og óhlutbundinna skúlptúra sem finna má víðsvegar um bæinn, til dæmis í miðbænum, við höfnina, í höggmyndagarðinum á Víðistaðatúni og í Hellisgerði.
Á meðal þeirra sem eiga verk í almannarými Hafnarfjarðar eru Ásmundur Sveinsson, Gestur Þorgrímsson, Einar Már Guðvarðarson, Sverrir Ólafsson, Hallsteinn Sigurðsson, Steinunn Þórarinsdóttir og fleiri íslenskir og erlendir listamenn.





























