Hafnarborg er með gott aðgengi og uppfyllir grænt aðgengisviðmið Listar án landamæra, með:
- Skábrautum við þröskulda.
- Lyftum á milli hæða.
- Aðgengilegu salerni.
- Bláu bílastæði nálægt safninu.
Hjólastóll er líka í boði fyrir gesti.
Oftast er safnið rólegur staður til að heimsækja. Ef verk á sýningum eru með hljóðum, ljósum eða öðru sem getur valdið áreiti er sérstaklega varað við því hér.
Hafið samband í síma 585 5790 eða sendið tölvupóst á hafnarborg@hafnarfjordur.is ef einhverjar spurningar eru varðandi aðgengi.

