Hafnarborg býður upp á leigu á sölum fyrir fundi, tónleika og aðra viðburði. Gestir geta skoðað sýningar safnsins á opnunartíma eða eftir samkomulagi utan hans. Einnig er hægt að óska eftir leiðsögnum um sýningarnar.

Apótekið

Apótekið er fjölnotasalur á neðri hæð safnsins sem hentar vel fyrir fundi, fyrirlestra, námskeið og móttökur. Salurinn rúmar 50 manns í sæti eða 70 standandi.

Aðalsalur

Aðalsalur á 2. hæð er hentugur fyrir stærri viðburði, svo sem kynningar- og fræðslufundi, tónleika og fyrirlestra. Salurinn rúmar 200 manns í sæti eða 300 standandi.

Veitingar

Í sölum Hafnarborgar er ekki aðstaða til matargerðar eða geymslu á veitingum. Safnið útvegar ekki veitingar eða borðbúnað en hægt er að leita til Krydd veitingahúss vegna veisluþjónustu.