Myndlist endurspeglar heiminn í kringum okkur og listafólk tekst á við ólíkar og áleitnar spurningar um lífið og tilveruna.
Við bjóðum skólahópa sérstaklega velkomna í heimsókn til að kynnast sýningum safnsins og læra um myndlist og hönnun. Hver heimsókn er aðlöguð að aldri og þörfum nemenda, með áherslu á að skoða, uppgötva og tjá sig um lífið og listina.
- Heimsóknin tekur venjulega eina kennslustund en lengd er sveigjanleg.
- Hópastærð: Mælt er með að hámark 25 nemendur séu í hverjum hópi og að stærri hópum sé skipt upp, svo allir fái sem mest út úr heimsókninni.
- Heimsóknir eru skólum að kostnaðarlausu.
- Tekið er á móti hópum alla virka daga frá kl. 9–16.



