Hafnarborg rekur listamannaíbúð með vinnuaðstöðu á 3. hæð safnsins að Strandgötu 34. Gestavinnustofan hefur verið starfandi frá árinu 1986 og er sú elsta sinnar tegundar á Íslandi. Hún er einkum ætluð erlendum listamönnum sem dvelja þar tímabundið og vinna að skapandi verkefnum.

Íbúðin er um 80 fermetrar og skiptist í eldhús, borðstofu, svefnherbergi, baðherbergi og vinnurými. Hún er fullbúin helstu þægindum, svo sem sængurfatnaði, þvottaaðstöðu og þráðlausu neti. Staðsetningin í miðbæ Hafnarfjarðar, nálægt aðalstrætóstöð bæjarins, gerir gestum auðvelt að ferðast á milli staða.

 

Opið kall

Hafnarborg tekur við umsóknum um dvöl í gestavinnustofu allan ársins hring. Vinnustofan er jafnan bókuð 1 ár fram í tímann og þar sem safnið hefur aðeins eina íbúð til umráða komast oft færri að en vilja. Við leggjum þess vegna áherslu á að fólk gæti þess að þess að umsóknir séu fullnægjandi og í samræmi við fyrirmæli. Athugið að umsóknir sem ekki uppfylla skilyrði verða ekki teknar til greina.

Umsókn

Til að sækja um dvöl í vinnustofunni þarf að fylla út formið hér að neðan.

Dvalartími er 1 mánuður í senn, frá 2. hvers mánaðar, og gjaldið er 500 evrur sem greiða þarf þremur mánuðum fyrir komu.

Með umsókninni skal fylgja:

  • Ferilskrá umsækjanda.
  • Myndir af minnst fimm verkum eftir umsækjanda (sendar sem viðhengi í JPG eða PDF-formi).

"*" indicates required fields

Óskir um búsetu

Dragðu skjöl hingað til að hlaða upp
Hámarkstærð skjala: 128 MB.